Önnur þjónusta
Skreytingar
Hefurðu áhuga á skreyttum trjám? Við höfum mikla reynslu og hugmyndaflug þegar kemur að skreytingum á öllum gerðum Smátrjáa. Skreytingarþjónustan stendur jafnt einstaklingum og fyrirtækjum til boða. Hafir þú áhuga á að panta skreytt tré, hafðu samband við okkur smatre@smatre.is og fáðu tilboð.
Einkaviðburður
Langar þig að halda Skreytikvöld fyrir lokaðan hóp? Við getum boðið upp á einkaviðburði sniðna að þínum óskum. Endilega hafðu samband og við skipuleggjum það saman.
Viðgerðir
Er þitt tré brotið? Eigendur allra gerða Smátrjáa geta haft samband við okkur ef viðgerða á trjám er þörf. Verð fyrir viðgerð er metið í hverju tilfelli fyrir sig.