Um okkur
Smátré er lítið fjölskyldufyrirtæki stofnað af feðginunum Gunnari, Helgu Sigrúnu og Guðnýju. Smátré framleiðir handsmíðuð viðarjólatré og selur einnig ýmsar skreytingar fyrir trén.
Fyrsta tréð okkar var smíðað árið 2012. Það var innblásið af skandinavískum jólatrjám og lagt var upp með að það gæti nýst á fjölbreyttan hátt.
Trén voru strax eftirsótt og fólk úr ýmsum áttum hafði með ýmsum leiðum samband við smiðinn, eða dætur hans, til að eignast eintak. Árið 2020 ákváðu systurnar að auglýsa trén opinberlega og vöktu þau strax mikla athygli. Frá þeim tíma hafa vinsældir trjánna aukist og úr varð litla vefverslunin okkar.
Smátré prýða nú fjölmörg heimili í kringum jólahátíðina og hver eigandi skreytir tréð á sinn einstaka hátt. Trén koma nú í nokkrum mismunandi útfærslum, allt frá litlum trjám sem fara vel í grunnum hillum eða sem borðskreytingar, upp í jólatré í fullri stærð. Trén okkar eru einstök að því leyti að þau standa öll á snúningsfæti og koma bæði í tví- og þrívíðum útgáfum. Allar gerðir Smátrjáa eru úr ómeðhöndluðum við. Við kjósum að framleiða þau aðeins í ljósum við og eigendum trjánna gefst þannig tækifæri til að gera trén að sínum með því að skreyta þau á sinn hátt, bæsa þau eða mála.
Við val á umbúðum fyrir Lágtré og Smátré varð samstarf við Umbúðagerðina fyrir valinu. Umbúðirnar eru sérsniðnar fyrir trén sem tryggir lágmarks efnisnotkun. Auk þess eru umhverfismál í fyrirrúmi hjá Umbúðagerðinni sem notar umhverfisvænt hráefni frá sjálfbærum skógum með FSC vottun.
Umfjallanir um Smátré hafa birst í tímaritum Húsa og híbýla, Fréttablaðinu, Mbl.is og víðar.